Álfkonuhvarf 59-61 - Vatnsenda
 

Húsið
Álfkonuhvarf 59-61 er þriggja hæða hús með kjallara og lyftu. Í húsinu eru 20 íbúðir, þrettán þeirra eru þriggja herbergja og sjö fjögurra herbergja. Innangengt er í íbúðirnar af svalagangi. Stæði í bílageymslu og geymsla fylgja öllum íbúðum. Úr bílageymslu er innangengt í kjallara og lyftuhús.

Efni og áferð utanhús
Húsið er steinsteypt og klætt að utan með báru- og sléttuáli.

Frágangur íbúða
Að innan skilast íbúðirnar með vélslípuðu gólfi, steyptum og sandspörsluðum veggjum og lofti, tvöföldum gifsplötum í léttum milliveggjum og málaðar í ljósum lit.

Innréttingar
Eldhúsinnrétting, baðinnrétting og fataskápar. Sjá sérteikningar. Eldhústæki
og háfur af viðurkenndri gerð. Sjá bækling frá Johann Rönning

Baðherbergi
Flísalögð gólf og veggir í tveggja metra hæð með flísum frá Álfaborg. Handklæðaofn, upphengt klósett og blöndunartæki frá Tengi.


Þvottahús
Eru með flísalögðu gólfi og skolvask á vegg.


Frágangur lóðar
Lóð skilast samkvæmt lóðarteikningu, hellulögð, malbikuð og tyrfð.

Hönnuðir
Arkitekt: Kristinn Ragnarson
Burðarþol og lagnir: Emil Þór Guðmundsson
Rafhönnun: Lúmex ehf
Landslag: Teiknistofan Storð ehf.

Byggingastjóri
Hannes Ingólfsson